Back to All Events

Norðurslóðir og framtíð geimsins: Kvikmyndasýning og pallborðsumræður

  • listasafn Reykjavikur 17 Tryggvagata Reykjavík, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

Velkomin á kvikmyndasýningu og pallborðsumræður um norræna og Norðurslóðatengda framtíð geimsins í Listasafni Reykjavíkur.

Viðburðurinn er ókeypis, öllum opinn og skipulagður af Nordspace verkefninu, undir forystu Norska lífvísindaháskólans með Roskilde-háskóla, Óslóarháskóla, Stokkhólmsháskóla, sænsku varnarrannsóknarstofnuninni og Háskólans á Akureyri.

Í kjölfar sýningarinnar á Aniara – áleitinni norrænni hugleiðingu um tæknihyggju og umhverfishrun – mun pallborðið ræða um aðrar sýn­ir á geiminnviði frá Norðurslóðum. Við skoðum hvernig sjónarhorn frá Norðurlöndum og Norðurslóðum geta ögrað ríkjandi frásögnum um landnám í geimnum, og spyrjum hvort þróun geimsins geti forðast að endurtaka þau mynstur útrýmingar og firringar sem hafa skaðað jörðina. Með því að draga fram hefðir í sameiginlegri stjórnsýslu, umhverfisvernd og gagnrýnum hugmyndaflugi, veltum við fyrir okkur hvernig sjálfbærar og réttlátar framtíðarsýn­ir um geiminn gætu litið út – frá jaðri hins byggilega heims.

Pallborðið skipa sérfræðingar í pólitík og framtíðarsýn geimsins í vísindaskáldskap, stjórnmálum og listum.

Kvikmyndin verður sýnd með enskum texta og pallborðsumræður fara fram á ensku.

Í pallborði verða:

  • Laura Horn, Roskilde-háskóli

  • Xiao-Shan Yap, Utrecht-háskóli

  • Daniel Leeb, Iceland Space Agency og Icelandic Research Institute of Space Science (IRISS)

  • Thomas Pausz, Listaháskóli Íslands

Umsjón: Adam Fishwick, Háskólinn á Akureyri

Frekari upplýsingar:

Frekari upplýsingar veitir Adam, adamf@unak.is 

ÖLL VELKOMIN!